
Jökulár vaxa í hlýindunum
Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands benda á að í hlýindunum nú eykst snjó- og jökulbráð til muna. Veldur það markvert auknu rennsli inni á hálendinu ekki síst á vöðum óbrúaðra jökuláa. „Áfram hækkar í ám í dag og gera má ráð fyrir talsvert miklu vatni, einkum síðdegis og annað kvöld. Svipað ástand verður fram eftir vikunni,“ segir í tilkynningu.