
Ingólfur Kolbeinsson með urriða á Arnarvatnsheiði. Ljósm. gb
Gaman að skreppa á heiðina
„Það er gaman að skeppa á heiðina einn og einn dag en ég hef farið tvær ferðir núna í sumar,“ segir Ingólfur Kolbeinsson en hann var að koma af Arnarvatnsheiði fyrir nokkrum dögum og fékk nokkra urriða. „Það var sól og dáldið rok meðan ég var þarna núna, en ég fékk engu að síður nokkra fiska, veiddi þá í lækjum á milli vatnanna,“ sagði hann. Við fréttum af öðrum sem voru fyrir skömmu á þessum slóðum og veiddu vel af bleikju og urriða.