
Rúnar Már Sigurjónsson í leiknum gegn KR á mánudaginn. Hann átti stoðsendinguna sem leiddi til marks í meðförum Ísaks Mána Guðjónssonar. Ljósm. GBH
ÍA hafði betur í leik erkifjendanna
Skagamenn lyftu sér upp úr botnsæti Bestu-deildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á liði KR á Elkem-vellinum á Akranesi í gærkvöldi. Heimamenn mættu mjög einbeittir til leiks og virtust staðráðnir í að halda hreinu í leiknum. KR-ingar voru mun meira með boltann en þá sjaldan að þeir komu sér í færi mættu þeir Árna Marínó Einarssyni sem átti mjög góðan leik í markinu. Það var varamaðurinn Ísak Máni Guðjónsson sem skoraði eina mark leiksins. Hann kom inná á 69. mínútu leiksins og nokkrum andartökum síðar átti fyrirliði ÍA, Rúnar Már Sigurjónsson, góða sendingu í gegnum vörn KR á Ísak Mána sem brást ekki bogalistin.