Fréttir
Rúnar Már Sigurjónsson í leiknum gegn KR á mánudaginn. Hann átti stoðsendinguna sem leiddi til marks í meðförum Ísaks Mána Guðjónssonar. Ljósm. GBH

Fyrirliðinn missir af fallslag á laugardaginn

Fyrirliði ÍA í Bestu-deildinni í knattspyrnu, Rúnar Már Sigurjónsson, verður fjarri góðu gamni í næsta leik ÍA þegar Skagamenn mæta liði KA á Akureyri í hreinum fallbaráttuslag næsta laugardag. Rúnar var í gær úrskurðaður í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Sömu sögu er að segja af öðrum leikmanni ÍA, Erik Tobias Tangen Sandberg. Hann fékk líka eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda.

Fyrirliðinn missir af fallslag á laugardaginn - Skessuhorn