Fréttir

Akraneskirkja hættir rekstri útfararþjónustu

Sóknarnefnd Akraneskirkju hefur ákveðið að hætta rekstri Útfararþjónustu Akraneskirkju frá og með 1. ágúst næstkomandi. Var sóknin sú eina á landinu sem rak slíka starfsemi. Breytingin hefur áhrif á starfshlutfall tveggja starfsmanna sóknarinnar. Útfararþjónusta Borgarfjarðar og Stranda hefur fest kaup á lausafjármunum þeim er tengjast rekstrinum.Í tilkynningu frá sóknarnefnd Akraneskirkju kemur fram að starfsemi útfararþjónustunnar hafi vaxið mjög á undanförnum árum en söfnuðurinn sé sá eini á landinu er sinni þjónustu sem þessari undanfarna áratugi. Jafnframt segir að fyrirtækjarekstur sem þessi samræmist illa grundvallarhlutverki safnaðarins og að umsvif þjónustunnar hafi telið sífellt meira pláss og ákvörðunin nú sé tekin til að gefa kirkjustarfi og þjónustu Kirkjugarðsins það rými sem æskilegt sé. Þá kemur fram að Útfararþjónustu Borgarfjarðar og Stranda hafi fest kaup á lausafjármunum Útfararþjónustu Akraneskirkju og muni frá og með 1. ágúst veita slíka þjónustu á Akranesi.

Akraneskirkja hættir rekstri útfararþjónustu - Skessuhorn