Fréttir

true

Góð stemning við upphaf Brákarhátíðar og Hinsegin hátíðar Vesturlands – syrpa

Formleg dagskrá Brákarhátíðar í Borgarnesi og Hinsegin hátíðar Vesturlands hófst í gær. Þá fór m.a. fram opna Borgarnesmótið í frisbí golfi og sundlaugardiskó var í lauginni í boði Arion banka. Leikhópurinn Lotta var einnig með sýningu á Hróa Hetti í Skallagrímsgarði. Dagskráin heldur síðan áfram í dag, þar sem m.a. verður Regnbogamessa, fjör í Brákarey…Lesa meira

true

Framlög til jöfnunar tónlistarnáms

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur með samþykki Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra veitt samtals rúmum 26 milljónum króna til þriggja sveitarfélaga á Vesturlandi til eflingar og jöfnunar á aðstöðumun tónlistarnema skólaárið 2025-2026. Úthlutunin er samkvæmt reglum Jöfnunarsjóðsins og er ætlað að gera nemendum kleift að stunda tónlistarnám óháð búsetu og efnahag. Framlagið skal renna til greiðslu kennslukostnaðar nemenda…Lesa meira

true

Góður gangur í lagfæringum Dagverðarneskirkju

„Það er rífandi gangur við lagfæringar á Dagverðarneskirkju,“ skrifar Bára Sigurðardóttir á Lyngbrekku í Dölum sem farið hefur í broddi fylkingar hóps sem vinnur að endurbyggingu gömlu kirkjunnar. Hún segir að smiðir séu nú búnir að vera að vinna við kirkjuna í þrjár vikur. „Búið að rétta kirkjun af, klæða á pappa og komnir í…Lesa meira

true

Tvöföldun vegar um Kjalarnes ekki boðin út á þessu ári

Allt frá því að tvöföldun vegar um Kjalarnes frá Varmhólum að Vallá var tekin í notkun fyrir tæpum tveimur árum hefur annars áfanga verksins, frá Vallá að Hvalfjarðargöngum, verið beðið. Á ýmsu hefur gengið í því efni og mun hægar en flestir hefðu viljað. Heldur hækkaði brúnin hjá mörgum þegar verkið birtist á vef Vegagerðarinnar…Lesa meira

true

Mikið viðbragð þegar leki kom að fiskibáti

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri voru kallaðar út í gær í kjölfar þess að skipstjóri fiskibáts hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á tólfta tímanum og lýsti yfir neyðarástandi vegna leka um borð í bátnum. Töluverður sjór var þá kominn í vélarrúm bátsins. Fréttavefurinn Vísir greindi fyrst frá. Í…Lesa meira

true

Bifröst verði ekki einsleit byggð langtímaflóttafólks

Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur stjórn Háskólans á Bifröst til þess að breyta um stefnu í útleigu húsnæðis á Bifröst þannig að hún verði; „sjálfbær frá sjónarhóli sveitarfélagsins,“ eins og segir í samþykkt byggðaráðsins. Fyrir nokkrum vikum síðan var ákveðið að setja aðalbyggingar Háskólans á Bifröst í sölu auk 65 íbúða á stúdentagörðum skólans. Byggð og mannlíf…Lesa meira

true

Staða miðlunarlóna með ágætum

Staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar er með ágætum nú í lok júní. Í tilkynningu kemur fram að innrennsli á vatnasviðum Landsvirkjunar, það sem af er þessu ári, hefur verið hagfellt og vorflóðin í maí skiluðu sér vel inn í lónin. Til dæmis fór Blöndulón á yfirfall tímabundið í lok maí. Hægt hefur á vatnssöfnun nú í…Lesa meira

true

Afskiptum lögreglu af ungmennum fjölgar

Afskiptum lögreglu af ungmennum á Vesturlandi fjölgaði á milli áranna 2022 og 2024. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Rósu Guðbjartsdóttur alþingismanns. Rósa óskaði eftir upplýsingum um hversu mörgum ungmennum, 18 ára og yngri, hefði lögreglan haft afskipti af ár hvert undanfarin þrjú ár. Í svari ráðherra kemur fram að samkvæmt…Lesa meira

true

Ný líkamsræktarstöð WorldFit Ægir opnar í október á Akranesi

Í dag var skrifað undir samning milli Akraneskaupstaðar annars vegar og Lauga ehf. hins vegr, sem á og rekur World Class líkamsræktarstöðvar víða á landinu, um leigu á íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum ásamt því rými sem hýst hefur líkamsræktarstöðina í sömu húsakynnum fram til þessa.   Það voru Haraldur Benediktsson bæjartjóri og Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs…Lesa meira

true

Stendur vaktina meðan kerla liggur á

Talið er að fjölgun sé nú aftur að verða í rjúpnastofninum eftir nokkur rýr ár. Meðfylgjandi mynd var tekin af rjúpnakarra í Borgarfirði um liðna helgi. Hann er nú að mestu kominn í sumarbúninginn, kerlingin liggur á hreiðri en hann hefur það hlutverk að fylgjast með aðsteðjandi hættum, sem geta verið ýmsar. Sest þá gjarnan…Lesa meira