Fréttir

true

Tilboð í almenningssamgöngur undir kostnaðaráætlun

Á dögunum voru opnuð hjá Vegagerðinni tilboð í almenningssamgöngur á landi á landsbyggðinni tímabilið 1. janúar 2026 – 31.12. 2027 með möguleika á framlengingu allt að tvisvar sinnum eitt ár í senn. Í öllum tilfellum voru tilboð undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Fjögur tilboð bárust í almenningssamgöngur á Vestur- og Norðurlandi. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var að fjárhæð rúmar…Lesa meira

true

Kraftur í nýbyggingum í Borgarnesi

Þessa dagana eru iðnaðarmenn víða að störfum í Borgarnesi og hús að rísa. Að vísu er einnig unnið við fækkun húsa því niðurrifa fyrrum sláturhúss og frystihúss í Brákarey er í fullum gangi. Við vesturenda Skallagrímsvallar er byrjað að slá upp fyrir grunni fjölnota íþróttahúss og búið að reka niður staura sem húsið mun hvíla…Lesa meira

true

Gert klárt fyrir Hafnarfjall Ultra utanvegahlaupið

Utanvegahlaupið Hafnarfjall Ultra verður ræst klukkan 10 á laugardaginn frá körfuboltavellinum við Hjálmaklett í Borgarnesi. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta hlaup fer fram en engu að síður er þátttaka góð. Að sögn Kristins Óskars Sigmundssonar eru 120 hlauparar skráðir til leiks og kveðst hann ánægður með þátttökuna. Það er Hlaupahópurinn Flandri í Borgarnesi…Lesa meira

true

Á fjórða hundrað ungmenna hittast á Snæfellsnesi

Það verður blásið í herlúðra á Snæfellsnesi um helgina en landsmót unglingadeilda Landsbjargar fer þar fram með pompi og prakt. Tæplega 400 ungmenni eru skráð úr unglingadeildum um allt land. Helsta fjörið fer fram í Ólafsvík og á Hellissandi, hefst í dag og stendur til laugardags. Dagskráin er fjölbreytt en hópefli, póstavinna og fundarhöld verða…Lesa meira

true

Samþykktu kaup á nýjum dælubíl

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að ganga til samninga um kaup á nýrri dælubifreið fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar. Efnt var til útboðs í aðdraganda kaupanna og barst eitt tilboð. Það var frá Ólafi Gíslasyni og Co ehf. að fjárhæð rúmar 21,3 milljónir króna. Þar sem tilboðið er innan ramma kostnaðaráætlunar ákvað byggðarráð að taka því.Lesa meira

true

Aukafjárveiting til neyðarviðgerða í vegamálum óafgreidd hjá Alþingi

Aukafjárveiting sú að fjárhæð þrír milljarðar króna sem ætlað er til neyðarviðgerða í sumar er ennþá óafgreidd á Alþingi. Málið hefur ekki komist á dagskrá þingsins. Innviðaráðherra kennir málþófi stjórnarandstöðunnar um. Vegagerðarmenn bíða í ofvæni enda líður hratt á þann þrönga tíma sem þeir hafa til viðhaldsframkvæmda í sumar. Í grein sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra…Lesa meira

true

Úrtaka Dreyra fyrir Fjórðungsmót

Hestamannafélagið Dreyri á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit hélt nýverið gæðingakeppni og úrtöku fyrir Fjórðungsmót. Glæsilegasti hestur mótsins var Jaki frá Skipanesi en hæst dæmda hryssa mótsins var Elja frá Birkihlíð. Eftirtaldir eru á leið á FV sem fulltrúar Dreyra: A flokkur gæðinga Styrmir frá Akranesi, knapi Sigurður Sigurðarson 8,58 Orfeus frá Efri Hrepp, knapi Auðunn…Lesa meira

true

Þreklausir Skagamenn

Á morgun er síðasti opnunardagur núverandi þrekaðstöðu í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum á Akranesi. Aðstaðan hefur um langan aldur verið þar í frekar þröngu húsnæði. Rekstrarformið hefur einnig tekið breytingum í gegnum árin. Þegar bygging nýs íþróttahúss hófst á Jaðarsbökkum kom upp sú hugmynd að eldra íþróttahúsið yrði allt nýtt undir líkamsræktarstöð. Að endingu ákvað Akraneskaupstaður…Lesa meira

true

„Fjórðungsmótið verður frábært“

Rætt við Magnús Benediktsson hestamann og framkvæmdastjóra FV Hápunktur sumarsins hjá hestamönnum landsins verður Fjórðungsmótið á Vesturlandi sem haldið verður í Borgarnesi dagana 2. – 6. júlí næstkomandi. Undirbúningur fyrir mótið er nú á lokametrunum undir forystu framkvæmdanefndar sem skipuð er átta fulltrúum hestamannafélaganna Glaðs, Snæfellings, Borgfirðings og Dreyra. Framkvæmdastjóri mótsins er Magnús Benediktsson sem…Lesa meira

true

Ráðherra opnar endurbættan veg að Djúpalónssandi

Næstkomandi laugardag verður formleg opnun á endurbættum Dritvíkurvegi á Snæfellsnesi. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull á afmæli sama dag og af því tilefni mun Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra mæta á svæðið og opna veginn eftir afmælisathöfn. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Náttúruverndarstofnunar ávarpar samkomuna, boðið verður upp á veitingar og að þeim loknum gönguferð með hátíðarívafi niður…Lesa meira