Fréttir
Núverandi þreksalur á Jaðarsbökkum. Ljósm. hj

Þreklausir Skagamenn

Á morgun er síðasti opnunardagur núverandi þrekaðstöðu í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum á Akranesi. Aðstaðan hefur um langan aldur verið þar í frekar þröngu húsnæði. Rekstrarformið hefur einnig tekið breytingum í gegnum árin. Þegar bygging nýs íþróttahúss hófst á Jaðarsbökkum kom upp sú hugmynd að eldra íþróttahúsið yrði allt nýtt undir líkamsræktarstöð. Að endingu ákvað Akraneskaupstaður að leita tilboða í rekstur líkamsræktarstöðvar í húsinu öllu. Að loknu útboði var ákveðið að ganga til samninga við Laugar ehf. um rekstur í húsinu.