Fréttir

true

Skoðanamunur í hreppsnefnd Skorradalshrepps

Hreppsnefnd Skorradalshrepps hefur samþykkt að fela samstarfsnefnd um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar að kynna fyrir íbúum hreppsins tillögu sömu nefndar um sameiningu sveitarfélaganna og að kosið yrði um sameiningartillöguna í september. Jafnframt samþykkti hreppsnefndin tillögu um að kosningaaldur yrði miðaður við 16 ár í stað 18 ára í hefðbundnum sveitarstjórnarkosningum. Ekki voru hreppsnefndarmenn þó á…Lesa meira

true

Kosningaaldur verði 16 ár og kjörstjórn skipuð

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt samhljóða tillögu samstarfsnefndar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps um að efnt skuli til kynningar og síðar kosningar í haust um sameiningu sveitarfélaganna. Jafnframt hefur sveitarstjórn skipað Ólaf Pálsson, Sveinbjörn Eyjólfsson og Sóleyju Sigurþórsdóttur sem aðalfulltrúa sína í sameiginlegri kjörstjórn fyrir væntanlega íbúakosningu. Samkvæmt tillögu samstarfsnefndarinnar mun  Skorradalshreppur skipa tvo fulltrúa í kjörstjórnina. Þá…Lesa meira

true

Skemmtu sér vel á pæjumóti

TM mótið í knattspyrnu, fyrir 11-12 ára stúlkur, fór fram í Vestmannaeyjum fyrir og um síðustu helgi. Þangað mættu 32 félög til leiks með 112 fótboltalið. Þeirra á meðal voru fjögur lið frá ÍA, tvö lið frá Skallagrími og eitt lið frá Snæfellsnessamstarfinu. Var ekki annað að sjá að allir hafi notið sín í blíðviðrinu…Lesa meira

true

Landinn kaupir byggingavörur á netinu

Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í hverjum mánuði tölur um umfang erlendrar netverslunar Íslendinga. Nú hafa verið birtar tölur aprílmánaðar. Þar kemur fram að örlítill samdráttur er á erlendri netverslun frá mars mánuði eða 2,66% en mikill vöxtur var í mars sl. Þegar umfang erlendrar netverslunar í apríl er borið saman við apríl 2024 er vöxtur um…Lesa meira

true

Blessuð sértu sveitin mín í hesthúsinu í Bakkakoti

Í kvöld klukkan 20, á sjálfan kvenréttindadaginn, blása tvær borgfirskar söngkonur ásamt píanóleikara til hústhúsatónleika. Flutt verða ljúf ættjarðarlög í hesthúsinu í Bakkakoti í Stafholtstungum fyrir tónleikagesti, menn jafnt sem hross. Þar munu koma fram söngkonurnar Steinunn Þorvaldsdóttir frá Hjarðarholti og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir úr Borgarnesi, ásamt píanistanum Önnu Þórhildi Gunnarsdóttur frá Brekku. Í tilkynningu…Lesa meira

true

Þrjú lögregluembætti samtímis í húsleitum

Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá því á FB síðu sinni að í gærmorgun, 18. júní, hafi verið farið í samræmdar lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum á landinu þar sem framkvæmdar voru húsleitir að undangengnum úrskurðum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Samkvæmt óstaðfestum heimildum var meðal annars ráðist í aðgerðir á Raufarhöfn og á Vesturlandi. Lögreglan á…Lesa meira

true

Vilja breyta geymslu í félagsaðstöðu

Þrátt fyrir að íþróttahúsið sem nú rís óðum á Jaðarsbökkum á Akranesi hafi ekki verið formlega tekið í notkun hafa bæjaryfirvöldum þegar borist óskir um breytta notkun þess. Þetta kom fram á fundi skipulags- og umhverfisráðs bæjarins í síðustu viku. Þá var til umfjöllunar ósk Knattspyrnufélags ÍA um að nýta hluta geymslurýmis hins nýja íþróttahúss…Lesa meira

true

Markviss sorpflokkun á Norðurálsmóti

Á Norðurálsmótinu á Akranesi í ár, sem er eitt fjölmennasta íþróttamót landsins, verður sérstakt átak gert í markvissari flokkun úrgangs en áður hefur tíðkast á slíkum fjölmennum viðburðum. Átakið er afrakstur formlegs samstarfs ÍA og Terra um úrgangsflokkun á íþróttaviðburðum ÍA. Markmið samstarfsins er að stuðla að hreinni og umhverfisvænni framkvæmd íþróttaviðburða með bættri aðstöðu…Lesa meira

true

Borgfirðingur sendir öflugan hóp á Fjórðungsmót

Gæðingamót hestamannafélagsins Borgfirðings og úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands fór fram 15. og 16. júní. Borgfirðingur má senda níu fulltrúa í hvern flokk. Úrslit voru riðin eftir forkeppni á sunnudeginum og voru þá einnig veitt verðlaun fyrir glæsilegasta hestinn og knapa mótsins, sem dómarar völdu. Hestur mótsina var Vakandi frá Sturlu Reykjum og knapi mótsins var…Lesa meira

true

Sigurjón landaði fyrsta laxinum úr Langá

Laxveiðiárnar eru nú opnaðar hver af annarri. „Fyrsti laxinn er kominn í Langá á Mýrum og veiddist rétt fyrir klukkan átta í morgun. Það var Sigurjón Gunnlaugsson sem fékk hann, líkt og hann hefur reyndar oft áður gert,“ sagði Jógvan Hansen um fyrsta laxinn í ánni þetta árið. „Fiskinn veiddi hann á Glannabroti og tók…Lesa meira