Fréttir

true

Lækka aldurstakmark á tjaldsvæðið fyrir Írska daga

Bæjarráð Akraness ákvað á fundi sínum í síðustu viku að lækka aldurstakmark gesta á tjaldsvæði bæjarins um Írska daga. Undanfarin ár hefur aldurstakmarkið verið 23 ár en bæjarráð ákvað nú að lækka það í 20 ár. Með því að hækka aldurstakmarkið á sínum tíma vildu bæjaryfirvöld höfða frekar til fjölskyldufólks á tjaldsvæðinu á Írskum dögum.…Lesa meira

true

Byggingaréttur miðbæjarlóðar í Grundarfirði seldur á 40 milljónir

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur ákveðið að taka tilboði í byggingarétt lóðar á miðbæjarreit. Söluverðið er 40 milljónir króna. Á reitnum, sem er í hjarta miðbæjarins á gatnamótum við Grundargötu, er gert ráð fyrir verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. Stærð lóðarinnar er um 2.580 fermetrar og er reiknað með að þar rísi um 2.300 fermetra bygging á fjórum…Lesa meira

true

Fyrsti laxinn úr Laxá í Leirársveit

„Ég fékk lax í Ljóninu. Það tók kannski tíu mínútum að landa honum. Fiskurinn straujaði upp í Sunnnefjufoss og ég landaði honum þar,“ sagði Sigurður Hrafn Smárason sem veiddi fyrsta fiskinn í opnun Laxár í Leirársveit á mánudaginn. Sama dag fór að rigna og bætir úrkoman vatnsstöðuna í ánum, sem hefur ekki verið mikil að…Lesa meira

true

Þjóðhátíðardagurinn víða á Vesturlandi – myndasyrpa

Vestlendingar létu hefðbundna 17. júní skúri og rigningarveður ekki aftra sér frá þátttöku í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn. Í flestum sveitarfélögum var haldið upp á daginn með fjölbreyttri dagskrá. Meðal dagskrárliða var útnefning bæjarlistamanna, ávarp fjallkonu, söngur, gamanmál, veitingasala og sitthvað fleira. Skessuhorn birtir hér myndafrásögn frá deginum.Lesa meira

true

Bóndi spurði í tvígang hvort hann ætti að skjóta eftirlitsmanninn

Ofbeldi og hótun um ofbeldi í garð eftirlitsmanna MAST kært til lögreglu Í dýravelferðarlögum kemur fram að Matvælastofnun sé heimilt að fara í eftirlitsheimsóknir á hvern þann stað þar sem dýr eru haldin til að kanna aðstæður og aðbúnað þeirra og við beitingu þvingunaraðgerða. Í því felst m.a. heimild til sýna- og myndatöku. Ekki er…Lesa meira

true

Undirbúningur landsmót unglingadeilda Landsbjargar í fullum gangi

Undirbúningur fyrir landsmót unglingadeilda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem haldið verður í Snæfellsbæ dagana 25.-29. júní stendur nú sem hæst. Skipulagning mótsins er í höndum unglingadeildanna Dreka í Snæfellsbæ og Óskar í Búðardal með aðstoð björgunarsveita á áðurnefndum stöðum. Helena Dögg Magnúsdóttir verkefnastjóri unglingamála hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu segir að landsmótið sé einn af hápunktum í unglingastarfi félagsins…Lesa meira

true

Skráning hafin í opnar greinar á Fjórðungsmóti

Fjórðungsmót Vesturlands í hestaíþróttum fer eins og kunnugt er fram í Borgarnesi dagana 2. – 6. júlí. Nú eru mótshaldarar búnir að opna fyrir skráningar í opnar greinar á mótinu og hvetja áhugasama knapa til að tryggja sér þátttöku. Þær opnu greinar sem eru í boði eru; Tölt T1, Tölt T3, Tölt T3 U17 og…Lesa meira

true

Sigrún Ósk tekur við starfi upplýsingafulltrúa Akraneskaupstaðar

Akraneskaupstaður hefur ráðið Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í nýtt starf upplýsingafulltrúa bæjarins. Starfið felur í sér að leiða upplýsingamiðlun og samskipti sveitarfélagsins við almenning og fjölmiðla. Alls barst 31 umsókn um starfið. Sigrún Ósk er með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur víðtæka og farsæla reynslu úr fjölmiðlum fyrst á…Lesa meira

true

Fyllti skammtinn fyrir klukkan níu

Guðmundur Björn Steinþórsson sjómaður á Didda SH er hér að draga vænan þorsk á Flákanum norðvestan við Ólafsvík. Þessi fiskur var jafnframt sá síðasti sem hann dró í morgun, en fyrir klukkan níu hafði hann fyllt dagsskammtinn, en hann hélt í róðurinn á þriðja tímanum í nótt. Að sögn Alfons Finnssonar fréttaritara Skessuhorns, sem sjálfur…Lesa meira

true

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir listamanneskja Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar tilnefndi Sigríði Ástu Olgeirsdóttur listamanneskju Borgarbyggðar 2025. Henni var veitt viðurkenningin við hátíðarhöld 17. júní í Skallagrímsgarði. Það var Guðveig Lind Eyglóardóttir forseti sveitarstjórnar sem tilkynnti um viðurkenninguna. Sigríður Ásta er sviðslistamaður og steig fyrstu skref sín á listabrautinni fjögurra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarskóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði…Lesa meira