Fréttir

true

LbhÍ sinnir áfram rannsóknum á fræðasviði sínu

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) hafa undirritað samning um áframhaldandi þjónustu á sviði rannsókna, þróunarvinnu og sérhæfðrar ráðgjafar fyrir árin 2025-2027. „Markmið samningsins er að stuðla að öflugum rannsóknum og nýsköpunar- og þróunarstarfsemi á sviði landbúnaðar- og matvælaframleiðslu. Atvinnuvegaráðuneytið felur LbhÍ að vinna að verkefnum er varða rannsóknir,…Lesa meira

true

Heimili fólks en ekki stofnun

Heimsókn á hjúkrunarheimilið að Fellsenda í Miðdölum Hjúkrunarheimilið á Fellsenda hefur verið í rekstri síðan árið 1968 og var á sínum tíma stofnað fyrir gjafafé. Í dag er þar stór vinnustaður. En fyrst og fremst er þar griðastaður, fyrir aldraða geðfatlaða einstaklinga. Hugsunin er sú að um heimili sé að ræða, ekki stofnun. Blaðamaður Skessuhorns…Lesa meira

true

Auður nýr forseti bæjarstjórnar

Auður Kjartansdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar á dögunum. Tekur hún við embættinu af Birni H. Hilmarssyni sem gegnt hefur því frá árinu 2017. Varaforsetar voru kjörnar Margrét Sif Sævarsdóttir og Júníana Björg Óttarsdóttir. Þá urðu mannabreytingar í bæjarráði en það skipa nú áður nefnd Júníana og Björn og Fríða Sveinsdóttir. Varamenn í bæjarráði eru…Lesa meira

true

Ný hugsun í nýtingu ullar

Nýsköpunarfyrirtækið Urður ullarvinnsla hefur opnað dyr sínar í Rauðbarðaholti í Hvammssveit og þar er tekið á móti gestum alla daga í sumar. Viðskiptahugmyndin er ný. En hún byggir á íslensku ullinni, afurð sem hefur fylgt þjóðinni allt frá landnámi. Rauðbarðaholt er í Hvammssveit, í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Búðardal. Þar hafa ungu hjónin og…Lesa meira

true

Ný stjórn tekin við í hestamannafélaginu Borgfirðingi

Í gærkvöldi fór fram almennur félagsfundur í hestamannafélaginu Borgfirðingi í Vindási. Húsfyllir var á fundindum, á annað hundrað manns, og ljóst að þungur tónn var undirliggjandi. Til fundarins var boðað í síðustu viku í kjölfar þess að tillaga um vantraust á stjórn hafði borist þar sem yfir tíu prósent félagsmanna rituðu nafn sitt undir. Áður…Lesa meira

true

Kjartan hlaut heiðursverðlaun Grímunnar

Verðlaunahátíð Sviðslistasambands Íslands, Gríman, var haldin í gær. Þar var Kjartani Ragnarssyni í Borgarnesi veitt heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til sviðslista. Spannar ferill Kjartans rúm sextíu ár og eftir hann liggja þekkt leikverk á borð við Týndu teskeiðina, Saumastofan og fleiri verk. Sjálfur hefur hann leikið á sviði og í kvikmyndum, ýmsar eftirmynnilegar persónur. Undanfarna…Lesa meira

true

Samstarfsnefnd leggur til sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar

Samstarfsnefnd um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar gekk í gær frá skilabréfi sínu þar sem lagt er til að sveitarfélögin tvö verði sameinuð. Kosið verður um  sameiningu í september. Samstarfsnefndin hefur starfað undanfarna mánuði og hélt tíu bókaða fundi. Í starfi sínu skipaði hún starfshópa sér til stuðnings er fjölluðu um einstaka málaflokka sveitarfélaganna. Þá hélt…Lesa meira

true

Grundvallarbreytingar í bígerð í leikskólamálum Borgarbyggðar

Byggðaráð Borgarbyggðar hefur samþykkt fyrir sitt leyti tillögur fræðslunefndar að breyttu skipulagi leikskólamála og gjaldskrá sem felur í sér að leikskólinn verður gjaldfrjáls til klukkan 14 hvern dag. Tillagan verður tekin til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar á morgun, fimmtudag. Forsaga málsins er sú að á sínum tíma voru undirritaðir kjarasamningar við flestar stéttir um styttingu…Lesa meira

true

Miklar byggingaframkvæmdir í Miðskógi í Dölum

Í Miðskógi í Dölum rís þessa dagana 860 fermetra bygging sem hýsa mun eldi kjúklinga. Þetta er annað húsið af þessari gerð sem rís á jörðinni á tveimur árum. Það eru hjónin Skúli Hreinn Guðbjörnsson og Guðrún Esther Jónsdóttir sem standa fyrir þessum framkvæmdum en þau hafa búið í Miðskógi í rétt tíu ár. Fyrra…Lesa meira

true

Borðkort um Borgarnes og nágrenni væntanlegt

Hollvinasamtök Borgarness hafa á liðnum misserum unnið að gerð vandaðs götukorts af Borgarnesi sem sýnir einnig nágrenni bæjarins; uppsveitirnar, fjöll og nokkur kennileiti í landslaginu. Er kortið nú komið í prentun og væntanlegt síðar í þessum mánuði. Á götukorti gátu þjónustufyrirtæki merkt inn staðsetningu sína og kosta þau útgáfuna. Það er Ó.Smári sem hannaði kortið…Lesa meira