Fréttir
Nýja eldishúsið í Miðskógi. Ljósm. aðsend

Miklar byggingaframkvæmdir í Miðskógi í Dölum

Í Miðskógi í Dölum rís þessa dagana 860 fermetra bygging sem hýsa mun eldi kjúklinga. Þetta er annað húsið af þessari gerð sem rís á jörðinni á tveimur árum. Það eru hjónin Skúli Hreinn Guðbjörnsson og Guðrún Esther Jónsdóttir sem standa fyrir þessum framkvæmdum en þau hafa búið í Miðskógi í rétt tíu ár.