Fréttir

true

Ari Trausti fjallar um jarðhræringar í Ljósufjallakerfinu

Rótarýklúbbur Borgarnes, Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs og sveitarfélagið Borgarbyggð standa fyrir opnum fundi um jarðhræringarnar sem hafa verið í gangi á svokölluðu Ljósufjallakerfi. Frummælandi verður Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sem eftir erindi sitt mun svara fyrirspurnum fundargesta. Fundurinn verður fimmtudaginn 15. maí í Hjálmakletti í Borgarnesi, hefst klukkan 20 og er öllum opinn. Aukin jarðskjálftavirkni hefur verið…Lesa meira

true

Kalla eftir tilnefningum um bæjarlistamann

Árlega útnefnir Akraneskaupstaður bæjarlistamann til eins árs í senn. Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar óskar nú eftir tillögum frá almenningi um bæjarlistamann Akraness árið 2025. Nefndin mun fara yfir allar tillögur sem berast og verða niðurstöður kynntar á Þjóðhátíðardaginn, þriðjudaginn 17. júní. „Fólk er hvatt til að kynna sér vel þær reglur sem í gildi eru…Lesa meira

true

Hilmar heiðraður fyrir störf að öryggismálum sjómanna

Á Landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldið var á Selfossi um helgina var Hilmar Snorrason, sem leiddi Slysavarnaskóla sjómanna í yfir 30 ár, heiðraður fyrir ævistarf sitt. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Landsbjargar afhenti Hilmari hluta úr stýri Sæbjargar, skólaskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem sett hefur verið á kopar platta. Meðfylgjandi texti er þar áletraður: „Hér er hluti…Lesa meira

true

Mála vegi á Snæfellsnesi í dag

Málningarbíllinn er á ferðinni í dag á Snæfellsnesi. Vegir verða málaðir frá Hellnum, um Útnesveg, Grundarfjörð, Vatnaleið og að Stykkishólmi. „Verið er að mála miðlínurnar og eru ökumenn beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi og passa að keyra ekki yfir nýmálaðar línurnar,“ segir í tilkynningu frá Vegegerðinni.Lesa meira

true

Hrepptu gull á öldungamóti í blaki

Öldungamótið í blaki fór fram í Kópavogi fyrstu þrjá dagana í maí. Þar öttu kappi mörg virðulegustu blaklið landsins en mótið er ætlað heldri iðkendum eins og nafnið gefur til kynna. Af þveim voru þrjú kvennalið af Snæfellsnesi og tvö frá Akranesi. Liðin stóðu sig vel og var gleðin í fyrirrúmi þó að keppnisskapið hafi…Lesa meira

true

Hreyfing og útivera í sumar

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hreyfing hefur mikil og jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Að vera úti; anda að sér fersku og súrefnisríku lofti, njóta einveru eða samveru en að sama skapi að hreyfa sig, njóta náttúrnnar og útivistar hefur gríðarlega jákvæð áhrif á heilsuna. Skessuhorn hafði samband við nokkra einstaklinga…Lesa meira

true

Reisa og grafa í Borgarnesi

Framkvæmdir eru víða í gangi í Borgarnesi um þessar mundir. Þrjú fjölbýlishús eru nú í byggingu, stórframkvæmdir við nýtt íbúðahverfi, framkvæmdir við Vallarás, rannsóknir Vegagerðar vegna færslu þjóðvegar upp með landi og svo mætti lengi telja. Úti í Brákarey er byrjað að grafa upp í kringum framkvæmdasvæðið, en niðurrif er framundan á mörgum húsunum sem…Lesa meira

true

Mjólk hækkar um 1,9% til bænda

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Tekur hækkun gildi 12. maí. Lágmarksverð fyrsta flokks af mjólk til bænda hækkar um 1,90% fer úr 136,93 í 139,53 kr./ltr. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar um 1,96%. „Hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda…Lesa meira

true

Garðyrkjubændur geta sótt um fjárfestingarstyrki til orkusparnaðar

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur gert breytingu á reglugerð nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð og falið sjóðnum að veita garðyrkjubændum sérstakan fjárfestingarstuðning í þágu bættrar orkunýtni og orkusparnaðar. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrkina á vef Loftslags- og orkusjóðs. Þetta er í fyrsta skipti í áratugi sem stjórnvöld ráðast í…Lesa meira

true

Dagur ráðinn í starf verkefnastjóra í Stykkishólmi

Dagur Emilsson hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra framkvæmda og eigna hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi en starfið var auglýst í vor. Dagur lauk meistaraprófi í húsasmíði frá Tækniskólanum í Reykjavík árið 2009 og hefur sinnt bæði nýsmíði og viðhaldi á íbúða- og atvinnuhúsnæði í gegnum árin. Frá árinu 2018 hefur hann starfað fyrir Þ.B. Borg trésmiðju.…Lesa meira