Fréttir

true

Ný reglugerð um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni

Drög að nýrri reglugerð um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og byggir á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Sveitarfélög skulu samkvæmt lögunum bjóða fötluðum börnum og ungmennum upp á sértæka frístundaþjónustu eftir að reglubundnum skóladegi þeirra lýkur og eftir atvikum áður en dagleg…Lesa meira

true

Leikskólabörn kíktu í heimsókn

Leikskóladeild Auðarskóla í Dölum er að læra um „atvinnu“ þessa dagana og kom því nýverið í heimsókn í Stjórnsýsluhúsið í Búðardal. Fram kemur á FB síðu Dalabyggðar að þetta hafi verið góð og skemmtileg heimsókn frá kurteisum og forvitnum krökkum. Þau skoðuðu fundaherbergið, fengu að kíkja inn á verkfund vegna íþróttamannvirkjanna og skrifstofur hjá starfsmönnum.…Lesa meira

true

Skagakonur með góðan sigur á Aftureldingu

ÍA og Afturelding áttust við í 2. umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og var viðureignin í Akraneshöllinni að viðstöddum yfir tvö hundruð áhorfendum. Í fyrstu umferðinni töpuðu bæði lið 3-1 og voru því í leit að sínum fyrstu stigum í deildinni. Skagakonur mættu grimmar til leiks, leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi…Lesa meira

true

Ýmis óhöpp í umferðinni

Reiðhjólaslys varð á Snæfellsnesi í vikunni sem leið. Þar féll einstaklingur af reiðhjóli og hlaut höfuðáverka. Viðkomandi var ekki með hjálm en eftir skoðun voru meiðsli ekki talin alvarleg. Bifreið hafnaði utan vegar á Snæfellsnesi. Bifreiðin skemmdist mikið en enginn slasaðist. Ekið var á skilti og ljósastaur í Borgarnesi en ekki urðu slys á fólki.…Lesa meira

true

Fengu ískalda áskorun frá Lögreglunni á Suðurlandi

Lögreglan á Vesturlandi fékk ískalda áskorun frá kollegum sínum af Suðurlandi fyrr í vikunni. Það er svokölluð ísfötu áskorun eða „Icebucket challenge“ sem fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Ísfötu áskorunin kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum en þá var hún til að auka vitund á ALS sjúkdóminum. Að þessu sinni…Lesa meira

true

Það er vorhret á glugga – napur vindur sem hvín

Þessi tilvitnun í Maístjörnuna eftir Halldór Kiljan Laxness á vel við í dag. Í gærkvöldi tók veður að breytast um allt vestanvert landið þegar lægð kom upp að landinu. Hún dró með sér kalt loft og talsverð úrkoma fylgdi einnig þannig að ekki einvörðungu gránaði í fjöll í nótt heldur víða niður á láglendið einnig.…Lesa meira

true

Kári Viðarsson hlýtur Landstólpann fyrstur Vestlendinga

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn í gær í Frystihúsinu á Breiðdalsvík. Meðal fastra liða þar er afhending verðlauna sem nefnast Landstólpinn. Hún er veitt einstaklingum, hópum eða verkefnum sem hafa haft jákvæð áhrif á byggðaþróun, styrkt samfélag sitt og sýnt frumleika og hugrekki í verki. Með viðurkenningunni fylgir listaverk og ein milljón króna í verðlaunafé. Að…Lesa meira

true

Koma að flutningi Carmina Burana í Hörpu

Söngfjelagið, Kór Akraneskirkju og Barnakór Söngfjelagsins flytja Carmina Burana í Norðurljósasal Hörpu föstudaginn 16. maí klukkan 20. Einsöngvarar verða Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Benedikt Kristjánsson tenór og Hrólfur Sæmundsson baritón. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson organisti og kórstjóri Akraneskirkju, en listræna ráðgjöf veitti Bjarni Thor Kristinsson. Um undirleik sjá Helga Bryndís Magnúsdóttir og Liam Kaplan…Lesa meira

true

Snæfellsbær gefur leik- og grunnskólabörnum sólmyrkvagleraugu

Á næsta ári verður sólmyrkvi á Íslandi og mun almyrkvi standa yfir einna lengst í heiminum í Snæfellsbæ. Almyrkvi á sólu þykir stórfengleg sýning og er sjaldséð sjón. Eftir almyrkvann árið 2026 liggur almyrkvi næst yfir Íslandi árið 2196. Fram kemur á FB síðu bæjarfélagsins að í tilefni atburðarins hafi Snæfellsbær ákveðið að kaupa sérstök…Lesa meira

true

Hljóp undan lögreglu

Fram kemur í dagbók lögreglu frá liðinni viku að bifreið hafnaði utan vegar á Vesturlandsvegi og fram komu upplýsingar frá vegfarendum um að ökumaður væri í annarlegu ástandi. Lögregla fór strax á vettvang en umræddur aðili reyndist ósamvinnuþýður, hljóp undan lögreglu og var sýnilega undir áhrifum vímuefna. Var viðkomandi yfirbugaður og handtekinn og færður á…Lesa meira