Fréttir

true

Með stöðuleyfi fyrir matarvagni á Akranesi

Alexandra Sineenard Prangsri opnaði árið 2015 veitingastaðinn Thai Santi við Stillholt 23 á Akranesi. Eftir þrjú ár var staðnum lokað. Nú hefur Alexandra fengið stöðuleyfi fyrir Thai Seri matarbíl við Akratorg og gildir það til 30. júní. Eftir það ætlar hún að sjá til með framhaldið en verður örugglega með sölu á Írskum dögum. Í…Lesa meira

true

Jörfi ehf færði starfsfólki Fjöliðjunnar páskaglaðning

Jörfi ehf. Pípu- og véltækniþjónusta við Nesflóa 1 á Akranesi hóf eins og kunnugt er starfsemi á Akranesi fyrr á þessu ári. Að sögn Óttars Þórs Ágústssonar framkvæmdastjóra hefur reksturinn gengið vel það sem af er og verkefnastaða er mjög góð. Fyrirtækið ákvað nú í aðdraganda páska að láta gott af sér leiða. Mættu eigendur…Lesa meira

true

Árshátíð Grunnskóla Grundarfjarðar var glæsileg

Síðasta vikan fyrir páskafrí er jafnan skemmtileg í skólum landsins og þar var engin undantekning í Grundarfirði. Krakkarnir hafa undanfarnar vikur verið að undirbúa árshátíðina sem fór svo fram síðasta fimmtudag. Krakkarnir á Eldhömrum voru með glæsilegt söngatriði áður en börnin af yngsta stiginu settu upp skemmtilega leiksýningu þar sem Emil í Kattholti hittir Línu…Lesa meira

true

Guðni ráðinn nýr verkstjóri í áhaldahúsi

Guðni Sumarliðason hefur verið ráðinn í starf verkstjóra í áhaldahúsi Sveitarfélagsins Stykkishólms en hann tekur við starfinu af Jóni Beck Agnarssyni sem hefur sinnt verkstjórn í áhaldahúsi síðan 2018. Þetta kemur fram á heimasíðu Stykkishólmsbæjar. Guðni hafði starfað við alhliða bílaviðgerðir hjá Dekk og smur í Stykkishólmi frá árinu 2018, en hann starfaði áður við…Lesa meira

true

Íslendingar á faraldsfæti en dregur úr komu ferðamanna

Samkvæmt nýjum tölum Ferðamálastofu hafa frá áramótum 153.000 Íslendingar farið utan. Á sama tíma í fyrra voru brottfarir þeirra um 135.000. Því er um að ræða fjölgun upp á 13,3%. Brottfarir erlendra ferðamanna hafa frá áramótum verið 416.000 og er það 8,7% fækkun frá sama tíma og í fyrra.Lesa meira

true

Miðfirðingar vilja að sjókvíaeldi verði tafarlaust bannað

Á fundi í stjórn Veiðifélags Miðfirðinga 5. apríl síðastliðinn var samþykkt áskorun til stjórnvalda þess efnis að banna tafarlaust sjókvíaeldi á laxi. Í ályktun fundarins segir að Veiðifélag Miðfirðinga hafi allt frá stofnun félagsins árið 1938 oftar en ekki verið öðrum veiðifélögum til fyrirmyndar. Félagið hafi t.d. löngum haft líffræðing á sínum snærum m.a. til…Lesa meira

true

Páska- og sumarblað Skessuhorns í næstu viku

Framundan eru páskar og sumardagurinn fyrsti í framhaldi þeirra 24. apríl. Að vanda færa rauðir dagar hefðbundna útgáfu Skessuhorns úr skorðum. Blaðið í næstu viku fer í prentun degi fyrr en venjulega þ.e. á mánudagskvöldi, til að það nái í tæka tíð til allra lesenda fyrir páska. Frestur til að skila inn auglýsingum í Páska-…Lesa meira

true

Könnuðu hag og líðan eldra fólks

Félagsvísindastofnun vann að beiðni félags- og húsnæðismálaráðuneytisins greiningu á högum og líðan eldra fólks hér á landi. Niðurstöður greiningarinnar voru kynntar í gær. Um net- og símakönnun var að ræða og spurt um almennt heilbrigði, viðhorf til heilbrigðisþjónustu á Íslandi, aðstoð í daglega lífinu, heimaþjónustu, búsetuhagi, atvinnuhag, fjárhag, félagslega virkni, tölvuvirkni og fleira. Helstu niðurstöður…Lesa meira

true

Cowi flutt af Garðabraut á Breið

Starfsstöð verkfræðistofu Cowi á Akranesi, áður Mannvit, hefur nú flutt starfsemi sína af Garðabraut 2 í Breið nýsköpunarsetur við Bárugötu. „Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að Cowi hefur gengið til liðs við vaxandi samfélag nýsköpunar og frumkvöðlastarfs í Breið nýsköpunarsetri,“ segir í tilkynningu. „Með komu Cowi styrkist fjölbreytileiki og fagþekking innan setursins enn…Lesa meira

true

Góðar horfur í vatnsbúskapnum að mati Landsvirkjunar

„Eftir erfiða byrjun yfirstandandi vatnsárs hefur ræst vel úr að undanförnu. Miðlunarlón Landsvirkjunar standa nú öll mun betur en á horfðist. Við erum áfram háð duttlungum náttúrunnar, en horfur hafa breyst mjög til batnaðar frá því í ársbyrjun,“ segir í tilkynningu. „Vatnsár Landsvirkjunar hefst 1. október og þann dag í fyrra var útlitið ekki bjart.…Lesa meira