
Góðar horfur í vatnsbúskapnum að mati Landsvirkjunar
„Eftir erfiða byrjun yfirstandandi vatnsárs hefur ræst vel úr að undanförnu. Miðlunarlón Landsvirkjunar standa nú öll mun betur en á horfðist. Við erum áfram háð duttlungum náttúrunnar, en horfur hafa breyst mjög til batnaðar frá því í ársbyrjun,“ segir í tilkynningu.