
Miðfirðingar vilja að sjókvíaeldi verði tafarlaust bannað
Á fundi í stjórn Veiðifélags Miðfirðinga 5. apríl síðastliðinn var samþykkt áskorun til stjórnvalda þess efnis að banna tafarlaust sjókvíaeldi á laxi. Í ályktun fundarins segir að Veiðifélag Miðfirðinga hafi allt frá stofnun félagsins árið 1938 oftar en ekki verið öðrum veiðifélögum til fyrirmyndar. Félagið hafi t.d. löngum haft líffræðing á sínum snærum m.a. til þess að fylgjast með viðgangi seiða og líffræðiegu ástandi árinnar. Umfangið varðandi veiðileyfi og þjónustu við veiðimenn hefur stöðugt aukist í Húnavatnssýslunum báðum og má nú líkja því við stóriðju í héraði. En nú eru blikur á lofti:
„Haustið 2023 veiddust 33 fiskar í Miðfjarðará af norskum og framandi stofni, sem sloppið höfðu úr sjóeldiskví í Patreksfirði. Alls er óvíst hvort allir hafi náðst. Líkur eru á að einhver erfðablöndun sé nú þegar staðreynd í hinum villta laxastofni Miðfjarðarár og margra annarra laxveiðiáa, þar sem alls veiddust um 450 eldislaxar úr nefndu stroki.