Fréttir

true

Stjórnvaldssekt á veiðifélag vegna ólöglegs eldis

Matvælastofnun hefur á grundvelli laga um fiskeldi tekið stjórnvaldsákvörðun um að gera veiðifélagi að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð þrjár milljónir króna fyrir að hafa flutt 150.000 seiði í eldisstöð sem hvorki er með rekstrar- né starfsleyfi til fiskeldis. Telst brotið varða við 2. mgr. 11. gr. laga um fiskeldi nr. 71/2008. Matvælastofnun vinnur jafnframt að…Lesa meira

true

Nóg að gera á höfninni í Stykkishólmi

Höfnin í Stykkishólmi iðar af lífi öll sumur og er mikið aðdráttarafl fyrir gesti bæjarins. Þessa dagana er nóg um að vera á höfninni en hafnarvörður ásamt starfsmönnum áhaldahúss vinna að viðhaldsverkefnum til að gera klárt fyrir sumarið. Fram kemur á vef Sveitarfélagsins Stykkishólms að þá hafa framkvæmdir einnig staðið yfir við Baldursbryggju á meðan…Lesa meira

true

Látinn er Diðrik Vilhjálmsson frá Helgavatni – viðtal úr sarpi Skessuhorns

Látinn er 97 ára að aldri Diðrik Vilhjálmsson fyrrum bóndi á Helgavatni í Þverárhlíð. Diðrik rak í áratugi, ásamt Guðfinnu eiginkonu sinni, eitt stærsta kúabú Vesturlands. Synir hans og nú sonarsynir hafa haldið rekstrinum áfram og í gangi er enn frekari uppbygging á jörðinni. Sumarið 2018 tók Kristján Gauti Karlsson blaðamaður á Skessuhorni ítarlegt og…Lesa meira

true

Hríðarveður norðanlands og hvasst á Snæfellsnesi í fyrramálið

Vegagerðin bendir á að vaxandi hríðarveðri er spáð norðaustan- og síðar norðanlands og á Vestfjörðum. Stendur það til morguns. Eftir að þjónustutíma lýkur í kvöld geta vegir hæglega orðið ófærir og eins fram eftir morgni. Á það ekki síst við um fjallvegi. Þá má í fyrramálið og fram eftir degi, á sunnanverðu Snæfellsnesi, reikna með…Lesa meira

true

Páskabingó UMFG gefur

Ungmennafélag Grundarfjarðar stóð fyrir árlegu páskabingói í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga miðvikudaginn 9. apríl. Það voru krakkarnir í blakinu sem sáu um bingóið og rann allur ágóðinn í ferðasjóð blaksins enda nokkur löng ferðalög framundan í maí. Það voru Kaffi 59, Kjörbúðin og Þjónustustofan ehf sem lögðu til vinningana og var frábær mæting. Alls söfnuðust um…Lesa meira

true

Leki kom að fiskibáti norðvestan við Akranes

Á þriðja tímanum í dag var sjóbjörgunarflokkur Björgunarfélags Akraness kallaður út á hæsta forgangi. Leki hafði komið upp í báti sem staddur var á veiðum um tvær sjómílur norðvestan við Slippinn við Krókalón á Akranesi. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út eins og jafnan þegar svona hendir. Aðstoð þyrlunnar var afturkölluð þegar sýnt þótti…Lesa meira

true

Fjölbreytt dagskrá í Hallgrímskirkju í Dymbilviku

Eins og oft áður verða vandaðir viðburðir í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Dymbilviku. „Dagskráin gæti höfðað til fólks út fyrir söfnuðinn enda margir sem við fáum til liðs við okkur,“ segir Margrét Bóasdóttir í Saurbæ. „Þannig munu 26 lesarar flytja Passíusálmana á föstudaginn langa; yfirleitt tvo sálma á mann, en auk þess verður tveimur sálmum…Lesa meira

true

Franskir pennavinir í heimsókn í Borgarnesi

Þetta skólaár hefur verið unnið að óvenjulegu Erasmus verkefni í Grunnskólanum í Borgarnesi. Verkefnið nefnist Man and environment og er alfarið unnið á ensku. Þátttakendur eru 13 nemendur í Grunnskólanum í Borgarnesi og foreldrar þeirra, og 13 nemendur í grunnskóla í bænum Viens í Suður-Frakklandi og foreldrar þeirra. Þátttakendur í hvorum skóla eru á aldrinum…Lesa meira

true

Virkilega skemmtilegt verkefni

Rætt við Önnu Maríu Sigurðardóttur og Gunnar Smára Sigurjónsson úr Gauragangi Sýningum á söngleiknum Gauragangi sem sýndur var í Bíóhöllinni undanfarinn hálfan mánuð lauk síðasta fimmtudag fyrir nánast fullu húsi. Leiklistarklúbburinn Melló í FVA sýndi alls tíu sýningar og hefur slegið í gegn með þessari fjörmiklu sýningu. Blaðamaður Skessuhorns hitti að máli í vikunni sem…Lesa meira

true

Að líkindum verður ekki stefnt að hvalveiðum í sumar

Ekki er útlit fyrir að hvalveiðar verði stundaðar í sumar. Það skal þó tekið fram að Skessuhorn hefur ekki fengið tíðindi þess efnis staðfest frá fyrstu hendi. Það var fréttastofa Ríkisútvarpsins sem fyrst greindi frá því í dag að starfsmönnum Hvals hf. hafi fyrr í vikunni verið tilkynnt um að ekkert yrði af vertíðinni sem…Lesa meira