
Hríðarveður norðanlands og hvasst á Snæfellsnesi í fyrramálið
Vegagerðin bendir á að vaxandi hríðarveðri er spáð norðaustan- og síðar norðanlands og á Vestfjörðum. Stendur það til morguns. Eftir að þjónustutíma lýkur í kvöld geta vegir hæglega orðið ófærir og eins fram eftir morgni. Á það ekki síst við um fjallvegi. Þá má í fyrramálið og fram eftir degi, á sunnanverðu Snæfellsnesi, reikna með hviðum allt að 35 m/s.