Fréttir
Jón Páll Gunnarsson starfsmaður áhaldahúss og Jón Jakob Jakobsson hafnarvörður við vinnu. Ljósm. stykkisholmur.is

Nóg að gera á höfninni í Stykkishólmi

Höfnin í Stykkishólmi iðar af lífi öll sumur og er mikið aðdráttarafl fyrir gesti bæjarins. Þessa dagana er nóg um að vera á höfninni en hafnarvörður ásamt starfsmönnum áhaldahúss vinna að viðhaldsverkefnum til að gera klárt fyrir sumarið.