
Pennavinirnir frá Borgarnesi og Viens saman komnir í Einkunnum. Ljósm. hig
Franskir pennavinir í heimsókn í Borgarnesi
Þetta skólaár hefur verið unnið að óvenjulegu Erasmus verkefni í Grunnskólanum í Borgarnesi. Verkefnið nefnist Man and environment og er alfarið unnið á ensku. Þátttakendur eru 13 nemendur í Grunnskólanum í Borgarnesi og foreldrar þeirra, og 13 nemendur í grunnskóla í bænum Viens í Suður-Frakklandi og foreldrar þeirra. Þátttakendur í hvorum skóla eru á aldrinum 10 – 15 ára. Hulda Hrönn Sigurðardóttir er deildarstjóri miðstigs í Grunnskólanum í Borgarnesi og fræddi hún blaðamann Skessuhorns um verkefnið.