
Krakkarnir tilbúnir að hefja bingóið með glæsilega vinninga fyrir framan sig. Ljósm. tfk
Páskabingó UMFG gefur
Ungmennafélag Grundarfjarðar stóð fyrir árlegu páskabingói í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga miðvikudaginn 9. apríl. Það voru krakkarnir í blakinu sem sáu um bingóið og rann allur ágóðinn í ferðasjóð blaksins enda nokkur löng ferðalög framundan í maí. Það voru Kaffi 59, Kjörbúðin og Þjónustustofan ehf sem lögðu til vinningana og var frábær mæting. Alls söfnuðust um 200.000 krónur sem kemur sér vel enda ferðalög til Ísafjarðar og Húsavíkur framundan. Það voru tíu heppnir bingóspilarar sem gengu út með vegleg páskaegg og geta því lagst í súkkulaðiát um páskana.