
Diðrik Vilhjálmsson (1927-2025) Ljósm. kgk
Látinn er Diðrik Vilhjálmsson frá Helgavatni – viðtal úr sarpi Skessuhorns
Látinn er 97 ára að aldri Diðrik Vilhjálmsson fyrrum bóndi á Helgavatni í Þverárhlíð. Diðrik rak í áratugi, ásamt Guðfinnu eiginkonu sinni, eitt stærsta kúabú Vesturlands. Synir hans og nú sonarsynir hafa haldið rekstrinum áfram og í gangi er enn frekari uppbygging á jörðinni.