
Hlédís Sveinsdóttir hefur verið fengin til að taka tímabundið við stöðu framkvæmdastjóra Svæðisgarðs Snæfellsness en Ragnhildur Sigurðardóttir, sem hafði verið framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins frá upphafi, hóf störf sem þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs í síðasta mánuði. Hlédís hefur komið að nokkrum sérverkefnum fyrir Svæðisgarðinn síðustu ár og þekkir því vel til hinna ýmsu verkefna Svæðisgarðsins.Lesa meira








