Fréttir
Samningur um stofnun Nemendagarða MB hses. handsalaður. F.v. Sigrún Ólafsdóttir formaður stjórnar Brákarhlíðar, Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Brákarhlíðar, Bragi Þór Svavarsson skólameistari og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður stjórnar MB og einnig nýstofnaðs húsnæðissamvinnufélags. Ljósm. mm

Húsnæðissamvinnufélag stofnað um nemendagarða MB

Í gær var skrifað undir stofnsamning um Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar hses. Að samningnum standa Brákarhlíð og Menntaskóli Borgarfjarðar með aðkomu Borgarbyggðar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Með því að stofna húsnæðissamvinnufélag um byggingu nemendagarða fæst stofnframlag til verkefnisins frá ríkinu í gegnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auk þess sem sveitarfélagið Borgarbyggð leggur til hluta stofnframlags. Húsnæðissamvinnufélög eru óhagnaðardrifin félög. Nemendagarðar MB hses kaupir alla neðstu hæðina í væntanlegum nemendagörðum og er verkefnið þar af leiðandi fullfjármagnað.

Húsnæðissamvinnufélag stofnað um nemendagarða MB - Skessuhorn