
Kleinur og ljósmyndir í hverri viku
Hópur eldra fólks á Akranesi kemur saman á ljósmyndasafninu á Bókasafni Akraness á miðvikudögum klukkan 10-12. „Þetta er mjög skemmtilegur og líflegur hópur,“ segir Helga Ólöf Óliversdóttir sem sendi Skessuhorni meðfylgjandi myndir. Hún segir að Áki Jónsson komi oft með nýbakaðar kleinur með kaffinu sem kryddi lífið. Það er svo Erla Dís Sigurjónsdóttir félagsfræðingur sem heldur utan um starfið.