
Samkeppni um nafn á barnamenningarhátíð
Sameiginleg barnamenningarhátíð allra sveitarfélaga á Vesturlandi verður haldin í fyrsta skipti síðar á þessu ári. Við undirbúning hátíðarinnar er leitað eftir skapandi nafni sem fangar kraft og gleði og getur staðið sem táknmynd menningar barna á Vesturlandi til framtíðar.