Fréttir

true

Fimleikafélag ÍA og M Fitness gera samning

Söluaðili íslenska íþróttafatamerkisins M Fitness hefur gert þriggja ára samstarfssamning við Fimleikafélag ÍA. Samningurinn felur í sér að M Fitness mun sjá um hönnun, framleiðslu og sölu á liðsfatnaði og öðrum varningi fyrir félagið. Þjálfarar Fimleikafélags ÍA munu jafnframt klæðast fatnaði frá M Fitness í sínu starfi. „Þetta er þægilegur, vandaður og flottur íþróttafatnaður sem…Lesa meira

true

Fylgdarakstur verður um göngin í nótt

Vegna þrifa og viðhaldsvinnu verður fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum í nótt, aðfararnótt 23. janúar frá miðnætti til klukkan 06:00. „Umferð er stöðvuð við gangamunna uns fylgdarbíll kemur en vegfarendur eru beðnir um að aka með gát þar sem hálka getur myndast við þrifin,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.Lesa meira

true

BM Vallá fjölgar störfum á Akranesi

Fyrir nokkru var tekin sú ákvörðun að flytja alla einingaframleiðslu BM Vallár ehf. til Akraness. Húseiningaframleiðsla fyrirtækisins, undir merkjum Smellinn húseiningar, hefur um árabil verið á Akranesi en um þessar mundir er unnið að því að smávöruframleiðslan sem fram hefur farið við Bíldshöfða í Reykjavík flytjist á Akranes. Í smávöruframleiðslunni eru framleiddar margvíslegar vörur sem…Lesa meira

true

Úrskurðarnefnd vísar frá kæru vegna skipunar raflínunefndar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði í gær frá kæru nokkurra jarðeigenda í Borgarfirði og Skorradalshrepps vegna skipan raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Var þess krafist að ákvörðunin um skipan nefndarinnar yrði felld úr gildi. Forsaga málsins er sú, eins og fram hefur komið í nokkrum fréttum Skessuhorns, að Landsnet hefur um langt skeið haft uppi áform…Lesa meira

true

Línuílvilnun lokið fyrir yfirstandandi tímabil

Fiskistofa hefur frá og með deginum í dag fellt niður línuívilnun í þorski og löngu fyrir tímabilið desember 2025 til febrúar 2026. Með útgáfu reglugerðar Eyjólfs Ármannssonar 21. nóvember sl., um ráðstöfun afla sem dreginn er frá heildarafla við stjórn fiskveiða, var ákveðið að á áðurnefndu tímabili væru 149 tonn af þorski og sex tonn…Lesa meira

true

Um fjárstofninn á Gilsbakka og fjárskiptin 1951

Vakin er athygli á að hér á vefnum er nú komin í birtingu opin grein sem Magnús Sigurðsson á Gilsbakka skrifaði laust eftir aldamótin. Að stærstum hluta fjallar Magnús um sauðfjárrækt heima fyrir, áhrif mæðiveikinnar, niðurskurð á fjárstofni bænda í héraðinu og kaup á líflömbum vestur á fjörðum haustið 1951. Greinin er óvenjulega löng og…Lesa meira

true

Góð aflabrögð og fiskverð hátt – myndasyrpa

Vetrarvertíðin er komin á fullt. Ragnar Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands segir fiskverð ævintýralega hátt um þessar mundir og afli bátanna verið góður. Í gær var meðalverð fyrir óslægðan þorsk samkvæmt Reiknistofu fiskmarkaða 668 krónur kílóið en ýsan lagði sig á 515 krónur. Haustið var frekar dræmt hjá dragnótarbátum en línubátar voru að fá ágætis…Lesa meira

true

Hreppsnefndarmenn í Skorradal gera upp sameiningarmál í bókunum

Það má draga þá ályktun af fundi hreppsnefndar Skorradalshrepps í gær að þar hafi flestir hreppnefndarmenn gert upp sameiningarferlið á liðnu ári sem lauk með því að talsverður meirihluti íbúa hreppsins samþykkti sameiningu við nágrannasveitarfélagið Borgarbyggð. Sameiningarferlið var langt í frá friðsælt því segja má að gengið hafi á með kærumálum og brigslum á báða…Lesa meira

true

Nýsköpun og ný tengsl – kynningarfunur á Hvanneyri síðdegis

Síðdegis í dag munu KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður og Vísindagarðar HÍ halda opinn kynningarfund á Hvanneyri í samstarfi við Gleipni, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Þar verða í upphafi flutt fjögur korters erindi: – KLAK kynnir sín verkefni en félagið heldur úti metnaðarfullri dagskrá árið um kring fyrir einstaklinga með…Lesa meira

true

Kanna hug ungs fólks til búsetu

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur ákveðið að kanna hug ungs fólks til búsetu til framtíðar í sveitarfélaginu. Að mati sveitarstjórnar er ungt fólk og þátttaka þess í samfélaginu lykilatriði í vexti og framþróun Dalabyggðar. Haft verður samband við ungt fólk sem býr eða hefur búið í Dalabyggð á síðustu árum og það spurt álits. Grundvallarspurningin sem leitað…Lesa meira