Langa. Ljósm. af

Línuílvilnun lokið fyrir yfirstandandi tímabil

Fiskistofa hefur frá og með deginum í dag fellt niður línuívilnun í þorski og löngu fyrir tímabilið desember 2025 til febrúar 2026. Með útgáfu reglugerðar Eyjólfs Ármannssonar 21. nóvember sl., um ráðstöfun afla sem dreginn er frá heildarafla við stjórn fiskveiða, var ákveðið að á áðurnefndu tímabili væru 149 tonn af þorski og sex tonn af löngu til skiptanna vegna línuívilnunar á því tímabili og hefur því marki nú verið náð.