Adam kátur við löndun úr litla Bárði SH. Ljósmyndir: af

Góð aflabrögð og fiskverð hátt – myndasyrpa

Vetrarvertíðin er komin á fullt. Ragnar Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands segir fiskverð ævintýralega hátt um þessar mundir og afli bátanna verið góður. Í gær var meðalverð fyrir óslægðan þorsk samkvæmt Reiknistofu fiskmarkaða 668 krónur kílóið en ýsan lagði sig á 515 krónur. Haustið var frekar dræmt hjá dragnótarbátum en línubátar voru að fá ágætis afla.