Skorradalsvatn. Ljósm. KJ

Hreppsnefndarmenn í Skorradal gera upp sameiningarmál í bókunum

Það má draga þá ályktun af fundi hreppsnefndar Skorradalshrepps í gær að þar hafi flestir hreppnefndarmenn gert upp sameiningarferlið á liðnu ári sem lauk með því að talsverður meirihluti íbúa hreppsins samþykkti sameiningu við nágrannasveitarfélagið Borgarbyggð. Sameiningarferlið var langt í frá friðsælt því segja má að gengið hafi á með kærumálum og brigslum á báða bóga þar sem lögregla var meðal annars kölluð til vegna könnunar um búsetu.