BM Vallá Smellinn húseiningaverksmiðjan við Höfðasel 4 á Akranesi. Þar verður nú verkefnum og störfum fjölgað. Ljósm. mm

BM Vallá fjölgar störfum á Akranesi

Fyrir nokkru var tekin sú ákvörðun að flytja alla einingaframleiðslu BM Vallár ehf. til Akraness. Húseiningaframleiðsla fyrirtækisins, undir merkjum Smellinn húseiningar, hefur um árabil verið á Akranesi en um þessar mundir er unnið að því að smávöruframleiðslan sem fram hefur farið við Bíldshöfða í Reykjavík flytjist á Akranes. Í smávöruframleiðslunni eru framleiddar margvíslegar vörur sem landsmenn hafa fyrir augunum alla daga og má þar nefna sorptunnuskýli, garðbekki, staura, stoðveggi og vegrið svo eitthvað sé nefnt af fjölbreyttri framleiðslu fyrirtækisins.