Fimleikafélag ÍA og M Fitness gera samning

Söluaðili íslenska íþróttafatamerkisins M Fitness hefur gert þriggja ára samstarfssamning við Fimleikafélag ÍA. Samningurinn felur í sér að M Fitness mun sjá um hönnun, framleiðslu og sölu á liðsfatnaði og öðrum varningi fyrir félagið. Þjálfarar Fimleikafélags ÍA munu jafnframt klæðast fatnaði frá M Fitness í sínu starfi.