
Hjónin Haraldur Valtýr Hinriksson og Elísabet Sæmundsdóttir hafa fest kaup á hinu sögufræga húsi við Vesturgötu 57 á Akranesi, sem undanfarna áratugi hefur hýst elstu rakarastofu landsins. Þar ætlar Haraldur að halda áfram starfsemi en hann hefur síðustu árin verið í rekstri stofunnar ásamt Hinrik Haraldssyni föður sínum sem hefur mundað skærin í sex áratugi.…Lesa meira








