
Rarik ræðst í viðamiklar framkvæmdir í Borgarbyggð
Rarik ohf. hefur ákveðið að ráðast í viðamiklar framkvæmdir í Borgarbyggð á næsta ári. Verkefnin eru hluti af nýrri kerfisáætlun fyrirtækisins á svæðinu og eru meðal annars hugsuð til þess að anna rafmagnsálagi framtíðar. Þetta kemur fram í kynningu frá fyrirtækinu.