Hvassviðri og blaut jól – aukin hætta á skriðuföllum

Það er sunnanveður í kortunum fram yfir jólin, með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi og hvössum vindi norðanlands. Hvassasti kaflinn í þessari lægð verður væntanlegur fyrri part aðfangadags, þegar stormur eða rok getur gengið yfir Vestfirði og Norðurland, og hafa appelsínugular viðvaranir verið gefnar út. Í hugleiðingum veðurfræðinga segir að við slíkan vindstyrk er ekki aðeins hætta á að lausir munir fjúki heldur geta einnig orðið skemmdir á mannvirkjum, til dæmis að þakplötur losni. „Hlýr loftmassi getur jafnframt leitt til óvenju mikils hita og ekki er útilokað að desemberhitamet verði slegið um jólin því hnjúkaþeyrinn getur verið brellinn og brögðóttur.“

Gefnar hafa verið út gular viðvaranir fyrir allt vestanvert landið og taka þær gildi nú síðdegis í dag og eru til miðnættis að kvöldi aðfangadags. Búast má við að hvassast verði á norðanverðu Snæfellsnesi sem og við fjöll, t.d. Hafnarfjall. Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með ástandi og horfum á vedur.is

Loks vill ofanflóðavakt Veðurstofunnarvill vekja athygli á auknum líkum á skriðuföllum, sér í lagi hættu á grjóthruni á vegi sem liggja undur bröttum hlíðum.