Logi Einarsson menningarráðherra fer með málaflokk fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands. Myndin var tekin þegar hann kynnti breytingar á stuðningskerfi til einkarekinna fjölmiðla síðastliðinn föstudag. Ljósm. mm

Styrkjum úthlutað til einkarekinna fjölmiðla

Stjórnarráðið hefur birt niðurstöðu úthlutunar styrkja til einkarekinna fjölmiðla 2025. Alls bárust 30 umsóknir um rekstrarstuðning innan umsóknarfrests þar sem samtals var sótt um rétt rúman einn milljarð króna. Til úthlutunar voru 550 milljónir að frádregnum kostnaði vegna umsýslu, auglýsinga, þóknunar fyrir störf úthlutunarnefndar o.fl. sem var um 1,09% af heildarfjárhæð eða 5.979.027 kr. Til úthlutunar voru því 544.020.973 kr. Styrkir eru hlutfall af kostnaði við framleiðslu ritstjórnarefnis á fjölmiðlunum.