
Útskriftarhópurinn ásamt aðstoðarskólameistara og skólameistara FVA.
Fimmtíu nemendur brautskráðir frá FVA
Á föstudaginn voru 50 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Í tilkynningu frá skólanum segir að stór hluti útskriftarnema hafi lokuð dreifnámi í húsasmíði eða sautján talsins. Samtals hafi 28 lokið námi í húsasmíði þar af þrjár konur. Tveir nemendur luku námi bæði í húsasmíði og viðbótarnámi til stúdentsprófs, þrír nemendur ljúka meistaranámi, einn lýkur námi í vélvirkjum og sautján ljúka stúdentsprófi þar af fjórir sem eru að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófi eftir iðnnám.