Fréttir

true

Líf vill leiða áfram lista Sjálfstæðisflokks

„Ég hef ákveðið að bjóða fram krafta mína til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor,“ segir Líf Lárusdóttir bæjarfulltrúi í tilkynningu á FB síðu sinni. „Ástæðan er einföld; mér þykir vænt um bæinn minn. Ég trúi á samfélagið okkar, fólkið sem hér býr og þau tækifæri sem við höfum til að…Lesa meira

true

Saumuðu gjafapoka og seldu fyrir Samhug

Mannúðarverkefninu Samhugur í Borgarbyggð barst góð gjöf í vikunni sem leið. Þá færðu börn í Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar, Margréti Katrínu Guðnadóttur forsvarskonu í Samhug peningagjöf. Börnin höfðu tekið sig til; saumað og selt gjafapoka. Allur afrakstur sölunnar rann til verkefnisins. Í vikunni sem leið bárust fleiri gjafir og styrkir til verkefnisins, meðal annars frá kvenfélögum…Lesa meira

true

Sveitarstjórn samþykkti endurskoðað aðalskipulag öðru sinni

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum á fimmtudag endurskoðað aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037 og verður það nú sent Skipulagsstofnun til staðfestingar. Líkt og komið hefur fram í fréttum Skessuhorns frestaði Skipulagsstofnun staðfestingu aðalskipulagsins vegna óskar umhverfissamtakanna Sólar til framtíðar um að efnt yrði til undirskriftarsöfnunar og síðar almennrar íbúakosningar vegna aðslskipulagsins. Var það einkum vegna…Lesa meira