
Líf Lárusdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Ljósm. mm
Líf vill leiða áfram lista Sjálfstæðisflokks
„Ég hef ákveðið að bjóða fram krafta mína til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor,“ segir Líf Lárusdóttir bæjarfulltrúi í tilkynningu á FB síðu sinni. „Ástæðan er einföld; mér þykir vænt um bæinn minn. Ég trúi á samfélagið okkar, fólkið sem hér býr og þau tækifæri sem við höfum til að halda áfram að byggja upp öflugt og lifandi bæjarfélag.“