Innköllun vegna aðskotahlutar í grjónagraut

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Bónus grjónagraut frá Þykkvabæ vegna aðskotahluts sem fannst í einum poka. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands innkallað vöruna.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:

Vörumerki: Bónus

Vöruheiti: Grjónagrautur 1 kg

Best fyrir: 01.02.2026

Strikamerki: 5690599004494

Nettómagn: 1 kg

Framleiðsluland: Ísland

Dreifing: Bónus verslanir um allt land.