Bæjarráð vill þjónustusamning vegna bókasafns

Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar síðastliðinn fimmtudag var undir tveimur dagskrárliðum rætt um samskipti við nágrannasveitarfélagið Hvalfjarðarsveit og kostnaðarþátttöku í ýmissi þjónustu sem íbúum þar stendur til boða á Akranesi. Undir dagskrárliðnum „Samstarf sveitarfélaga - kostir og gallar“ var rifjað upp að Hvalfjarðarsveit hafi hafnað ósk Akraneskaupstaðar um að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna.