Skallagrímsmenn fagna sigri. Ljósm: Skallagrímur karfan.

Góður sigur Skallagríms á Meistaravöllum

Lið Skallagríms í körfuknattleik gerði góða ferð í Vesturbæ höfuðborgarinnar á föstudagskvöldið. Þar mættust lið Skallagríms og KV í 1. deild karla. Skallagrímsmenn mættu mun ákveðnari til leiks og voru með frumkvæðið megnið af leiknum. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 25-14 Skallagrími í vil og í hálfleik var staðan 40-51. Í þriðja leikhluta jókst forysta Skallagríms og í leikslok hafði liðið skorað 113 gegn 92 stigum KV.