
Melahverfi í Hvalfjarðarsveit. Ljósm. mm
Ráðist verði í bráðabirgðastækkun Skýjaborgar
Velferðar- og fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar telur brýna þörf á að bæta færanlegri kennslustofu við leikskólann Skýjaborg þar sem núverandi húsnæði skólans er fullnýtt. Á fundi nefndarinnar á dögunum kom fram að leikskólinn verður fullnýttur í janúar og að umsóknir fyrir vor og haust á næsta ári séu þegar umfram það rými sem til staðar er. Þá bendi þróun barnahóps í sveitarfélaginu til áframhaldandi fjölgunar næstu ár.