Ráðhús Borgarbyggðar. Ljósm. gj.

Sveitarstjórn samþykkti endurskoðað aðalskipulag öðru sinni

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum á fimmtudag endurskoðað aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037 og verður það nú sent Skipulagsstofnun til staðfestingar. Líkt og komið hefur fram í fréttum Skessuhorns frestaði Skipulagsstofnun staðfestingu aðalskipulagsins vegna óskar umhverfissamtakanna Sólar til framtíðar um að efnt yrði til undirskriftarsöfnunar og síðar almennrar íbúakosningar vegna aðslskipulagsins. Var það einkum vegna þess að ekki væri, að mati samtakanna, skýrt kveðið á um bann við uppsetningu vindorkuvera í sveitarfélaginu. Jafnframt sendi Skipulagsstofnun nokkrar ábendingar og athugasemdir við aðalskipulagið.