Fréttir

true

Hafa ekið milljón kílómetra á rafmagni

Fyrsta lögregluembættið í Evrópu til að kaupa Tesla Y til löggæslustarfa Í byrjun þessa mánaðar fagnaði Lögreglan á Vesturlandi þeim áfanga að hafa ekið lögreglubifreiðum sínum alls milljón kílómetra á rafmagni. „Er þetta sérstakt fagnaðarefni þar sem Lögreglan á Vesturlandi er eina lögregluembættið á landinu sem er komið með öll fimm grænu skref Umhverfisstofnunar. Akstur…Lesa meira

true

„Betri samgöngur koma okkur öllum til góða“

Segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri um nýja samgönguáætlun Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir framkomna Samgönguáætlun fagnaðarefni því verði hún samþykkt hverfi sú óvissa sem ríkt hefur í málaflokknum undanfarin ár. Um innihald áætlunarinnar, forgangsröðun og fjárveitingar til einstakra verkefna sé og verði alltaf skiptar skoðanir því ekki séu nægilegir fjármunir til skiptanna. Kristinn segir að…Lesa meira

true

Foreldrafélagið vill að Dalbyggð greiði skólabúðir og skíðaferðir

Foreldrafélag Auðarskóla í Búðardal hefur lagt það til við skólastjóra og sveitarstjórn Dalabyggðar að skólinn og/eða sveitarfélagið greiði kostnað við það starf sem fellur til á skólatíma undir skyldumætingu og gert sé ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun hvers árs. Í bréfi foreldrafélagsins til sveitarfélagsins kemur fram að þar sé meðal annars átt við kostnað…Lesa meira

true

Byggðarráð hafnar beiðni Sólar um undirskriftasöfnun

Byggðarráð Borgarbyggðar hafnaði á fundi sínum í gær beiðni náttúruverndarsamtakanna Sólar til framtíðar um að efnt yrði til undirskriftarsöfnunar til stuðnings almennri atkvæðagreiðslu um aðalskipulag fyrir Borgarbyggð 2025-2037. Umrætt aðalskipulag var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 9. október síðastliðinn. Skömmu síðar sendu samtökin erindi til sveitarstjórnar þar sem óskað var eftir áðurnefndri undirskriftarsöfnun og eftir atvikum…Lesa meira

true

Samgönguáætlun fjallar ekki bara um peninga

Fjárveiting til hinna ýmsu samgönguverkefna er fyrirferðamesti þátturinn í umfjöllun um framlagningu Samgönguáætlunar hverju sinni. En Samgönguáætlun er einnig nokkurs konar leiðarvísir stjórnvalda hverju sinni í flestum þáttum er snúa að samgöngumálum. Svo er einnig í þeirri áætlun sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur nú lagt fram. Tónninn er sleginn strax í upphafi þegar sagt er…Lesa meira

true

Skúrinn formlega opnaður á Breið

Síðdegis í gær var svokallað Virkniþing haldið í Breið nýsköpunarsetri á Akranesi. Gestum mættu ljúfir tónar harmonikkuleikara en að spilamennsku lokinni var stutt athöfn þar sem Skúrinn var formlega opnaður. Skúrinn er eins og fram hefur komið í Skessuhorni opið rými þar sem karlmenn 18 ára og eldri geta hist, rætt málin og unnið að…Lesa meira

true

Segir hagsmunagæslumenn almennings þurfa að berjast fyrir framkvæmdum

Á kynningarfundi sem Vegagerðin hélt á Akranesi fyrir skömmu kom fram hjá forstjóra Vegagerðarinnar að undirbúningur framvæmda við tvöföldun Hvalfjarðarganga væri í fullum gangi enda umferð um göngin komin að þolmörkum. Sló forstjórinn reyndar þann varnagla að forgangsröðun jarðgangaframkvæmda lægi ekki fyrir. Þrátt fyrir það mátti af umræðum á fundinum skilja að ekki væri þess…Lesa meira

true

Pattstaða í sameiningu vegna kærumála

Á fundi Byggðarráðs Borgarbyggðar í gær voru kynntar kostnaðartölur vegna undirbúningsvinnu við nýsamþykkta sameiningu sveitarfélagsins við Skorradalshrepp. Kostnaðurinn er nú kominn í um 35 milljónir króna. Áætlað er að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga standi straum af þeim kostnaði. Þá kom einnig fram að kostnaður sveitarfélagsins vegna kærumála í kjölfar sameiningarkosninga sé nú kominn í 5,3 milljónir króna.…Lesa meira

true

Skallagrímur vann Vesturlandsslaginn stórt

Skallagrímur og Snæfell mættust í sannkölluðum Vesturlandsslag í 1. deild körfuknattleiks karla í Borgarnesi í gærkvöldi. Heimamenn sýndu gestunum úr Stykkishólmi enga miskunn og voru mun sterkari stærstan hluta leiksins. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 34-20 og í hálfleik leiddu heimamenn með 56 stigum gegn 37 stigum gestanna. Forskot heimamanna jókst enn frekar í…Lesa meira

true

Páll á Húsafelli tilnefndur til heiðurslauna listamanna

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur tilnefnt Pál Guðmundsson á Húsafelli til heiðurslauna listamanna. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis auglýsti á dögunum eftir tilnefningum til heiðurlaunanna. Páll fæddist árið 1959 á Húsafelli. Hann lauk námi frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1981 og nam höggmyndalist við Listaháskólann í Köln 1985-1986. Í tilnefningu ráðsins kemur fram að Páll hafi alist…Lesa meira