Fréttir
Íslenska ríkinu var afhent Hvalfjarðargöng til eignar haustið 2018. Skrifað var undir samning þar að lútandi að viðstöddu fjölmenni. F.v. Gylfi Þórðarson framkvæmdastjóri Spalar, Gísli Gíslason stjórnarformaður, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, Gunnar Gunnarsson, fyrrverandi aðstoðarvegamálastjóri og stjórnarmaður í Speli, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Ljósm. mm

Segir hagsmunagæslumenn almennings þurfa að berjast fyrir framkvæmdum

Á kynningarfundi sem Vegagerðin hélt á Akranesi fyrir skömmu kom fram hjá forstjóra Vegagerðarinnar að undirbúningur framvæmda við tvöföldun Hvalfjarðarganga væri í fullum gangi enda umferð um göngin komin að þolmörkum. Sló forstjórinn reyndar þann varnagla að forgangsröðun jarðgangaframkvæmda lægi ekki fyrir. Þrátt fyrir það mátti af umræðum á fundinum skilja að ekki væri þess langt að bíða að ráðist yrði í verkið.