Fréttir
Á akstri um Snæfellsnes. Ljósm. úr safni

Samgönguáætlun fjallar ekki bara um peninga

Fjárveiting til hinna ýmsu samgönguverkefna er fyrirferðamesti þátturinn í umfjöllun um framlagningu Samgönguáætlunar hverju sinni. En Samgönguáætlun er einnig nokkurs konar leiðarvísir stjórnvalda hverju sinni í flestum þáttum er snúa að samgöngumálum. Svo er einnig í þeirri áætlun sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur nú lagt fram. Tónninn er sleginn strax í upphafi þegar sagt er frá framtíðarsýn og meginmarkmiði áætlunarinnar nefnilega að Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga samgönguinnviði, öflug sveitarfélög, aukna verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Innviðir mæti þörfum samfélagsins og sjálfbærar byggðir og sveitarfélög verði um allt land án þess að það sé tilgreint betur.