Fréttir

true

Kynslóðirnar komu saman á Jólabingói kvenfélagsins – myndasyrpa

Í gærkvöldi fór hið sívinsæla og árlega Jólabingó Kvenfélagsins 19. júní fram á Hvanneyri. Fljótlega varð ljóst að fullt yrði út úr dyrum í matsal skólans og þurfti að bæta fjölda borða við til að allir gætu lagt bingóspjöldin frá sér. Um hálf öld er liðin frá því kvenfélagið stóð fyrst fyrir Jólabingóinu og hefur…Lesa meira

true

Listeria í taðreyktum silungi frá Hnýfli

Matvælastofnun varar við neyslu á Taðreyktri bleikju og Reyktum silungi frá Hnýfli ehf. vegna þess að það greindist Listeria monocytogenis yfir mörkum í vörunni. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna af markaði. Innköllunin nær til: Vöruheiti: Taðreykt bleikja og Reyktur silungur Framleiðandi: Hnýfill ehf, Óseyri 22, 603 Akureyri Síðasti notkunardagur: 28. nóvember 2025…Lesa meira

true

Verkefnið Samhugur í Borgarbyggð heldur áfram

Íbúar í Borgarbyggð, í samvinnu við Borgarfjarðarkirkjur og Rauða Krossinn á Vesturlandi, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin. „Hópurinn „Samhugur í Borgarbyggð“ safnar gjöfum, gjafakortum og peningum á skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi. Einnig er hægt að leggja inn á reikning sem kirkjan hefur látið Samhug…Lesa meira

true

Las um mögulega friðun Landsbankahússins í Skessuhorni

Frétt Skessuhorns í gær um hugmynd Húsafriðunarnefndar um mögulega friðun hins svokallaða Landsbankahúss við Akratorg á Akranesi hefur vakið talsverða athygli. Ekki síst hjá fulltrúum eiganda hússins, Akraneskaupstaðar. Eins og fram kom í fréttinni hefur möguleg friðun hússins verið til umræðu innan Húsafriðunarnefndar undanfarnar vikur og nýlega samþykkti nefndin að hvetja Minjastofnun til að afla…Lesa meira

true

Umhverfismatsskýrsla landeldis í Hvalfirði kynnt

Skipulagsstofnun hefur birt á Skipulagsgátt umhverfismatsskýrslu sem Aurora fiskeldi ehf. hefur unnið vegna fyrirhugaðs landeldis á laxi á Grundartanga í Hvalfirði. Fyrirhugað er að í landeldisstöðinni verði framleidd um 28 þúsund tonn á ári. Líkt og komið hefur fram í fréttum Skessuhorns á undanförnum misserum verður stöðin staðsett á lóðinni Katanesvegur 34 sem er austast…Lesa meira

true

Rafrænt klippikort í smíðum á Akranesi fyrir ferðir á gámastöðina

Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar í byrjun þessa mánaðar var samþykkt framlag upp á rúmar 1,7 milljón króna til forritunar á svokölluðu Akranesappi og tenginga þess við gagnagrunn kaupstaðarins. Um er að ræða rafrænt klippikort sem hægt verður að nota á móttökustöð Gámu. Líf Lárusdóttir, formaður bæjarráðs, fylgir þessari ákvörðun eftir með pistli á FB síðu…Lesa meira

true

Sameiningarósk tekin fyrir í næstu viku

Í síðasta mánuði, nánar til tekið 14. október, undirritaði bæjarstjórn Akraness bréf til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þar sem lagt var til að fenginn yrði áháður aðili til að kanna kosti og galla mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna tveggja. Í lok bréfsins kom fram að bæjarstjórnin vænti svars frá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar innan mánaðar frá dagsetningu bréfsins. Þar sem nú…Lesa meira

true

Skorradalshreppur hækkar útsvar

Hreppsnefnd Skorradalshrepps ákvað á fundi sínum í gær að hækka álagningarprósentu útsvars í sveitarfélaginu í þá hæstu leyfilegu eða 14,97%. Þetta eru talsverð tíðindi þar sem íbúar í Skorradalshreppi hafa um langan aldur greitt mun lægra útsvar af tekjum sínum en íbúar flestra annarra sveitarfélaga. Skýringuna á hækkuninni er að finna í því að fyrir…Lesa meira

true

Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar endurspeglar góða stöðu

Fjárhagsáætlun A og B hluta Snæfellsbæjar fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir að rekstarafkoma ársins verði jákvæð um tæpar 380 milljónir króna sem er um 8,4% af tekjum. Fjárhagsáætlunin var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í fyrradag. Gert er ráð fyrir að tekjur bæjarfélagsins verði tæpar 4.507 milljónir króna. Þar vega þyngst skatttekjur…Lesa meira

true

Eldvarnaátaki á landsvísu var ýtt úr vör í Heiðarskóla – myndasyrpa

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hófst formlega í morgun. Að þessu sinni var ákveðið að hefja það í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Fyrst ræddi Bjarni Ingimarsson, formaður LSS, við börn í þriðja bekk um mikilvægi eldvarna. Þá las Bjarni Fritzson rithöfundur upp úr nýrri bók um Orra óstöðvandi og Möggu Messí. Þau lenda í ýmsum ævintýrum…Lesa meira