
Listeria í taðreyktum silungi frá Hnýfli
Matvælastofnun varar við neyslu á Taðreyktri bleikju og Reyktum silungi frá Hnýfli ehf. vegna þess að það greindist Listeria monocytogenis yfir mörkum í vörunni. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna af markaði.
Innköllunin nær til:
Vöruheiti: Taðreykt bleikja og Reyktur silungur
Framleiðandi: Hnýfill ehf, Óseyri 22, 603 Akureyri
Síðasti notkunardagur: 28. nóvember 2025
Dreifing: Verslanir Samkaupa, Hagkaupa og Krónunnar.
Viðskipavinir sem hafa keypt vöruna skulu ekki neyta hennar heldur farga eða skila í verslun til að fá endurgreitt.